Fjóla María Ágústsdóttir
Umbóta-, stefnu- og teymasérfræðingur
Árangur í umbreytingu næst þegar sýn, fólk og ferlar vinna saman.
Fit4digital hjálpar leiðtogum að virkja hugvit starfsmanna, skilgreina raunverulegar áskoranir og finna nýjar lausnir og leiðir með aðferðum nýsköpunar og tækni.
Þannig verða breytingar ekki aðeins innleiddar — heldur lifandi hluti af menningu og daglegu starfi.
Þjónusta sem ég veiti
Stafræn staða og forgangsröðun stafrænna verkefna
Greiningar á núverandi stöðu vinnustaða eða þjónustu er snýr að áskorunum og tækifærum til framþróunar og mat lagt á tækifæri þannig að hægt sé að forgangsraða verkefnum sem leggja línurnar fyrir stafræna umbreytingu vinnustaðarins. Vegvísir tekur til allra þátta sem skipta máli til að stafræn vegferð nái fram að ganga eins og mannafla, ferla, þekkingar og skipulags.
Greining verklags- og/eða þjónustuferla og endurhönnun
Greining áskorana í verklagi eða þjónustu út frá notendum er gríðarlega öflug leið til að átta sig á því hvar er hægt að laga, breyta, nýta stafrænar lausnir eða þróa lausnir. Unnið er með hópi starfsmanna að endurhönnun verklags eða þjónustu úr frá aðferðafræði hönnunarhugsunar.
Með því að fara með þverfaglegum hópi starfsmanna í verklags- eða þjónustuhönnunar vinnustofu verður til sameiginleg sýn um breytingarnar sem nauðsynlegt er að fara í.
Nýsköpunar - uppgötvunar-/greiningar vinnustofur (e. discovery)
Nýsköpunar - uppgötvunar-/greiningar vinnustofur eru haldnar í upphafi verkefnis, eða við upphaf áskorana innan verkefnis þegar nauðsynlegt er að:
-
Greina áskorun
-
Skilja þær rannsóknir sem unnar hafa verið og safnað hefur verið saman í upphafi verkefnis og fá sameiginlegan skilning á þeim.
-
Ná sameiginlegum skilningi á væntingum hagsmunaaðila eða annara í verkefninu.
-
Lágmarka áhættuna á því að fara af stað í verkefni sem ekki er ljóst hverju á að skila og minnka þ.l.l. áhættuna á sóun fjármagns.
-
Forgangsröðun verkhluta (e. roadmap) fyrir verkefni - vegvísir
Notendarannsóknir
Rannsókn og mat á þörfum notenda hvort sem þeir eru innandyra, viðskiptavinir eða notendur þjónustu. Framkvæmd er mótandi notandarannsókn oftast í viðtalsformi eða með því að fylgjast með notendum í sínu umhverfi.
-
Besta leiðin til að skilja hvata og þarfir notanda/viðskiptavina er með því að tala við þá. Greina þarfir, viðhorf, vandamál eða áskoranir notanda með viðtölum.
-
Með því að fá þriðja aðila til að vinna notendarannsókn færðu hreinskilnari svör þátttakenda og auðveldar teymum að sammælast um hlutlausa niðurstöðu.
Árangur teyma - stefnumótun, skipulag og Agile verklag
Agile teymisþjálfun og endurhannað verkefnaskipulag getur skipt miklu máli þegar vinnustaðir vilja brjóta niður síló, vera upplýstari um hvað er að gerast innan deilda og teyma, vilja taka ákvarðanir hraðar, vilja geta tekið ákvarðanir hratt eða tekið nýja stefnu innan verkefna og vinnustaðarins.
Mikilvægt er að hver vinnustaður aðlagi „agile“ aðferðafræðina að sinni menningu og þrói hana áfram í samvinnu við starfsmenn.
Fyrir þá vinnustaði sem vilja vinnustað sem getur brugðist hratt við breytingum hvort sem þær eru nýjar reglugerðir, nýjar kröfur, flókin verkefni eða ný tækifæri.
"Ég hef ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum, teymum og vinnustöðum við umbreytingar sem leiða til aukins árangurs og ánægju! "
Vinnustofur, hugarflug og nýsköpun
Með því að halda vinnustofur sem sérsniðnar eru að þörfum viðskiptavina er hægt að ná fram mikilvægum ákvörðunum á miklu skemmri tíma en með hefðbundnu fundarformi, leysa áskoranir og átta sig á mikilvægum tækifærum.
Einnig er hægt að hanna starfsdaga sem styrkja liðsheild, samvinnu, skipulag og árangur.
Stjórnenda og starfsmannaþjálfun - fyrirlestrar og kynningar
Ég hef haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið í samvinnu við Stjórnvísi, EHÍ, HÍ, SKÝ, Bifröst, Stafræn sveitarfélög og Stafrænt Ísland er snýr að:
-
Teymum
-
Sprettum og vinnustofum
-
Hönnunarhugsun
-
Endurhönnun ferla og þjónustu
-
Verkefnastjórnun
-
Breytingastjórnun
-
Agile - verkefnastjórnun
Stafræn stefna, þjónustustefna og breytingar í stjórnskipulagi og sameiningar
Þegar vinna á stefnu um hvað eigi að gera í stafrænum málum þarf það að að vera í samræmi við stefnu stofnunar eða fyrirtækis og þjónustustefnu sé hún til. Greina þarf stöðuna vel áður er markmið eru skilgreind og árangur. Til að stefna geti svo náð fram að ganga þarf að huga að skipulagi, mannafla, þjálfun hæfni og verklagi.
Stafrænn leiðtogi, verkefnastjóri eða breytingastjóri til leigu
Vilji vinnustaður ekki ráða í fullt starf stafrænan leiðtoga, verkefnastjóra eða starfsmann til að leiða lengri breytingaverkefni er hægt að fá ráðgjafa til að vinna jafnt og þétt að stafrænni vegferð, verkefni eða að til að leiða ákveðnar breytingar umsamda klst. í hverri viku. Ráðgjafi vinnur þá náið með stjórnendum skv. skipulagi.
Um mig
Fjóla María er með MBA gráðu frá Stirling University í Skotlandi, B.Sc. í Matvælafræði með áherslu á vöruþróun og næringarfræði frá HÍ, IPMA c vottun í verkefnastjórnun og hefur setið nám í hönnunarhugsun frá Design Thinkers Academy í London og í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy frá Harvard Kenney School í Boston. Auk þess hefur Fjóla tekið fjölda námskeiða í gegnum tíðina í fjármálum, agile verkefnastjórnun, stjórnun og leiðtogafræðum.
Starfsreynsla:
-
Umbóta-, stefnu og teymaráðgjafi - Fit4digital slf., stofnandi. (haust 2024-
-
Stafrænn leiðtogi samstarfs sveitarfélaga og vörustjóri sameiginlegra lausna – Samband íslenskra sveitarfélaga (2020-2024)
-
Verkefnastjóri og þjónustuhönnuður – Stafrænt Ísland (2017-2020)
-
Verkefnastjóri stefnumótunar, gæðamála- og þróunar innan stjórnarráðsins; Velferðarráðuneyti, Forsætisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (2011-2017)
-
Stjórnendarágðgjafi – Capacent (2006- 2011)
-
Stefnumótun, ferlagreiningar, árangursstjórnun, skipulagsbreytingum, stjórnendaþjálfun og í mannauðsmálum
-
-
Rak eigið eigið hönnunar- og framleiðslufyrirtæki meðfram vinnu (2006-2010)
-
Forstöðumaður mannauðs- og árangurstjórnunar – Fiskistofa (2000-2006)
Menntun
-
MBA viðskiptafræði - University of Stirling Skotlandi (2003-2004)
-
B.Sc. Matvælafræði - Raunvísindadeild Háskóla Íslands - áhersla á vöruþróun og gæðastjórnun (1996-1999)
Námskeið, áfangar og vottanir:
-
2025, Stjórnun viðskiptaferla BPM, Nýji tölvu og viðskiptaskólinn
-
2024, Agile Scrum Master Certification
-
2023, Sterkari stjórnandi á tímum breytinga, Ragnheiður H. Magnúsdóttir
-
2022, Valdefldu teymið þitt á 4 vikum, Ragnheiður H. Magnúsdóttir
-
2020, Leiðtogi í upplifunarhönnun, Academias
-
2019, viku námeið hjá Harvard Kennedy School í Digital Transformation in Government: Innovating Public Policy and Service
-
2018, viku bootcamp hjá Design Thinkers Academy (í hönnunarhugsun) í London
-
2016, Alþjóðlega C vottaður verkefnastjóri, IPMA
-
2009, Straumlínustjórnun, Capacent Academy
-
2007, Ráðgjarfarfærni, Capacent Academy
-
2007, Verkefnastjórnun, Capacent Academy
-
2006, Liðsheildarnámskeið (team building), Project Adventure, Boston
Fjóla hefur haldið fjölda fyrirlestra og leitt fjölda vinnustofa í stefnumótun, þjónustuhönnun, endurhönnun verkferla, árangursstjórnun og mannauðsstjórnun hjá fyrirtækjum og fyrir háskóla.










Sigríður Sigurðardóttir, forstöðukona stafrænnar umbreytingar hjá Veitum ohf.
Pétur Krogh Ólafsson, forstöðumaður sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá Veitum ohf.
Við hjá Veitum ohf. höfum átt afar gott samstarf við Fjólu Maríu Ágústsdóttur, eiganda Fit4digital, í tengslum við umbótaverkefni á skipulagsferli Veitna. Markmið verkefnisins var að greina og bæta ferla þannig að Veitur væru betur og fyrr upplýstar um breytingar á skipulagi sveitarfélaga, og skapa skýrari verkferla sem styðja við skilvirka ákvarðanatöku og framkvæmd.
Fjóla leiddi verkefnið með fagmennsku, skýrri nálgun og góðu skipulagi. Hún framkvæmdi ítarlega greiningu á núverandi ferlum, skipulagði og stýrði vinnustofum með lykilaðilum, setti fram tillögur að úrbótum og hagnýtum lausnum, og mótaði frumgerð að nýju ferli sem auðveldar upplýsingaflæði og samvinnu milli sviða.
Auk þessa tók Fjóla að sér hlutverk sprettlóðs á þriggja daga nýsköpunarfestivali Veitna, þar sem hún studdi við þátttakendur í að þróa hugmyndir, vinna markvisst að lausn áskorana og skila frumgerð af lausn. Þar nýtti hún fjölbreyttar aðferðir úr sprettum, hönnunarhugsun og nýsköpun sem hvöttu til skapandi samvinnu og fókus.
Samstarfið hefur einkennst af:
-
Góðum samskiptum og skýru skipulagi
-
Getu til að virkja ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn
-
Tillögum að hagnýtum lausnum
-
Innsýn í ferla, þjónustu og áskoranir sem tengjast bæði opinberum aðilum og fyrirtækjum í veitustarfsemi
Við hjá Veitum mælum eindregið með Fjólu Maríu og Fit4digital fyrir verkefni sem krefjast stefnumótunar, umbóta í ferlum, nýsköpunarvinnu og faglegrar verkefnastjórnunnar.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Sveitarfélagið Ölfus
Við hjá Sveitarfélaginu Ölfusi höfum, eins og flest önnur sveitarfélög, staðið frammi fyrir þeim áskorunum sem fylgja stafrænni þróun og innleiðingu nýrra kerfa. Haustið 2024 ákváðum við að fara í markvissa vinnu hvað þetta varðar, bæði til að auðvelda starfsfólki vinnuna og ekki síður til að einfalda ferli og gera umhverfi okkar notendavænna fyrir okkar íbúa. Við rekum ekki tölvudeild og höfum fáa sérfræðinga á þessum sviðum hér innanhúss hjá okkur og því þurftum við að leita út fyrir okkar raðir. Við gerðum samning við Fjólu hjá Fit4digital og sjáum ekki eftir því. Hún hélt utan um allt ferlið og leiddi vinnuna fyrir okkur, hélt vinnustofur, hjálpaði við að forgangsraða verkefnum, útbúa innleiðingaráætlun og kom okkur í samband við aðra sérfræðinga. Mæli heilshugar með þjónustu Fit4digital!
Berglind Ragnarsdóttir
Vörustjóri hjá Auðkenni ehf.
Fjóla María er mjög skipulögð og drifin og á auðvelt með að hanna og leiða vinnustofur með hópi fólks. Hún virkjar fólk til þátttöku og á auðvelt með að setja sig hratt inn í ný verkefni hvort sem hún hefur þekkingu á efninu fyrir fram eða ekki. Hún er góður hlustandi og á því auðvelt með að vinna notendarannsókn og draga fram þarfir notenda auk þess sem hún hefur mikla aðlögunarhæfni og er fljót að koma auga á göt í ferlum og notendasögum. Hún kemur vel undirbúin inn í öll verkefni með mikla orku sem dregur fólk með í ferðalagið og gerir það að verkum að fólki langar að vinna með henni að lausnum.
Kjartan Hansson, sjálfstæður ráðgjafi og eigandi Digital Solutions sem vinnur með Tryggingastofnun að breytingum í kjölfar lagabreytinga
Fjóla María hannar og stýrir vinnustofum við endurhönnun þjónustu sem nýtast mjög vel við áframhaldandi stafræna þróunarvinnu. Framsetning afurða vinnustofa í Miro skýra ferlin vel sem og skriflegar samantektir við áframhaldandi hönnunar- og þróunarvinnu vegna gagnatenginga og stafrænnar lausnavinnu.
Pétur Georg Markan bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Röðull Reyr Kárason stafrænn leiðtogi Hveragerðisbæjar
Við hjá Hveragerðisbæ höfum átt farsælt og uppbyggilegt samstarf við Fjólu Maríu Ágústsdóttur, ráðgjafa og eiganda Fit4digital slf. Hún hefur unnið með okkur að greiningu á stafrænni stöðu og gerð þjónustustefnu, stafrænnar stefnu og aðgerðaáætlunar í stafrænni umbreytingu og hefur leitt þá vinnu af mikilli fagmennsku, innsýn og skýrri nálgun.
Fjóla býr yfir djúpri þekkingu á hönnun og lóðslun vinnustofua, stafrænni umbreytingu, innleiðingu stafrænnar þjónustu og stjórnsýslu sveitarfélaga. Fjóla María virkjar og vinnur vel með starfsfólki, nær að skapa sameiginlega sýn og koma af stað aðgerðum sem byggja á raunverulegum þörfum og gögnum.
Samstarfið hefur einkennst af góðum samskiptum, góðu skipulagi og traustri leiðsögn. Við mælum eindregið með Fjólu Maríu og Fit4digital fyrir önnur sveitarfélög sem vilja vinna markvisst að umbótum, þróun þjónustu og/eða innleiðingu stafrænna lausna.
Sigurjón Ólafsson, sviðstjóri þjónustu og þróunar Hafnarfjarðarbær
Fjóla María hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stafrænni umbreytingu opinberrar þjónustu á Íslandi. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna með henni síðastliðin ár í stafrænni þjónustu íslenskra sveitarfélaga. Fjóla er hugsjónamanneskja, alltaf full af hugmyndum og tilbúin að deila með samstarfsfólki.

